17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í D-deild Alþingistíðinda. (5080)

86. mál, Vestmannaeyjavitinn á Stórhöfða

Páll Þorbjörnsson:

Út af því, sem hv. þm. Vestm. sagði um gagnsemi miðunarstöðva, vil ég benda á það, að hann, ásamt fleirum, kom með þáltill., sem miðaði að því, að bátar fái slík tæki, sem nauðsynleg eru til þess að hafa gagn af miðunarstöð. Vitanlega kemur mér ekki til hugar, sérstaklega þar sem ég er sjómaður, að vera mótfallinn aukningu á ljósmagni Stórhöfðavita, en mín skoðun er sú, að allir þeir, sem vit hafa á þessu máli, skilji, að svo gott sem ljósið er, þá nær það samt skemmra en miðun.