17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í D-deild Alþingistíðinda. (5105)

91. mál, miðunarstöð í Vestamannaeyjum

Jakob Möller:

Það má vera, að þessi umsögn þessara ráðunauta stjórnar og þings sé á þann veg, sem hv. 3. landsk. hefir nú lýst, en ákaflega þykir mér það undarlegt, og ég skil ekki, að það væri ekki ástæða til að birta þessi merkilegu plögg hér í þinginu, ef svo er, að umsögn þeirra sé algerlega miðuð við það, hvort þessi mál heyri undir þennan eða hinn starfsmann. Ég á ákaflega erfitt með að trúa þessu, þó að hann hafi sagt þetta.

Annars er það yfirleitt mjög góð regla, þegar umsagnir eru fengnar frá slíkum opinberum ráðunautum þings og stj., að þær séu birtar í þingskjölum, svo að allir þm. eigi kost á að kynna sér þær, því að eins og kunnugt er, þá er það venjan, að þessi plögg fari til einhverrar n. og þm. eigi þess engan kost að nálgast þau eða kynna sér. Það er varla siður, að slík plögg komi fyrir augu annara en nm. þeirra, sem málið fá til meðferðar.

Ég verð að álíta, að það sé miður farið, að þegar þessar brtt. koma fram við málið, þá skuli ekki vera gerðar ráðstafanir til þess, að þessar umsagnir væru birtar í þingskjölum. Ég tel réttast, að málið sé lagt þannig fyrir, að þeir þm., sem eru ekki sérfræðingar á þessu sviði, geti greitt um það atkv.