17.12.1934
Efri deild: 63. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í D-deild Alþingistíðinda. (5109)

181. mál, atvinna við siglingar og vélgæslu

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Sjútvn. hefir borið fram þáltill. þá, sem sjá má á þskj. 810, og segir í grg. um tilefni þess, að þáltill. er fram borin. Hefir n. átt tal við fulltrúa ýmsra stétta, t. d. Skipstjórafélagsins, Vélstjórafélagsins o. s. frv. Einnig hefir legið fyrir n. frv., er heimilar ráðherra að veita skipstjórum með smáskipaprófi undanþágu allt upp í 150 smálestir. Var n. eindregið á móti því, að mæla með svo víðtækri undanþáguheimild og fékk áskorun um það frá Skipstjórafél. hér og einnig utan af landi. Í þessu sambandi má einnig minnast á, að deilt hefir verið um réttindi vélstjóra og mótorista, en má þó segja, að allir séu sammála um, að nauðsynlegt sé að endurskoða þessi lög og breyta þeim í ýmsum atriðum. Þó segja megi, að lögin séu ekki gömul, hefir margt breytzt síðan þau voru samin. Einkum hafa mótorar rutt sér mikið til rúms síðan 1915, er l. voru sett, og l. hafa ekki gert ráð fyrir þeirri stækkun, sem orðið hefir síðan. Eru þær gloppur í l. um ýms atriði viðvíkjandi vélgæzlunni, að segja má, að mótorvélstjórum sé ekki tryggður sá réttur, sem þeim ber. Það er því óumflýjanlegt, að endurskoðun fari fram út af þeirri óánægju, sem um þetta ríkir innan hlutaðeigandi stétta. Ég geri ráð fyrir, að hæstv. ríkisstj. leiti álits fulltrúa allra stétta, sem hlut eiga að máli, um þau atriði, sem ágreiningi valda.

Þar sem nefnd eru í ályktuninni önnur l. og reglugerðir, eigum við, við l. um stýrimannaskólann, vélstjóraskólann o. fl. Ef l. er breytt, er óhjákvæmilegt að breyta jafnhliða l. um skólana og taka fram t. d., að hve miklu leyti eigi að breyta kennslunni frá því, sem nú er. Leggjum við ríka áherzlu á, að þáltill. verði samþ. og þetta tekið til svo rækilegrar athugunar, að allir megi vel við una og ekki þurfi að vera með sífelldar smábreytingar á l.