17.12.1934
Efri deild: 63. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í D-deild Alþingistíðinda. (5110)

181. mál, atvinna við siglingar og vélgæslu

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil ekki á nokkurn hátt mæla á móti því að þessi þáltill. verði samþ., en ég vil benda hv. sjútvn. á, að það er naumur tími til undirbúnings, ef næsta þing kemur saman 15. marz, því eins og hv. frsm. tók fram, er hér margt að athuga, ekki aðeins um endurskoðun á siglingalögunum, heldur einnig um skipun stýrimanna- og vélstjóraskólans. Annars vil ég taka þessari till. vel, en ég þori ekki að lofa, að endurskoðun verði lokið fyrir næsta þing.