10.12.1934
Sameinað þing: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í D-deild Alþingistíðinda. (5144)

166. mál, verslunarerindrekar í Mið-Evrópu

Flm. (Finnur Jónsson) [óyfirl]:

Ég vil ekki deila um formshlið þessa máls. Það má vera, að í reyndinni verði það svo, að erindrekinn þurfi ekki að dvelja allt árið erlendis, en ég hygg, að hann þurfi að vera þar mestan hluta ársins. Ég get þakkað þeim hv. þm., sem talað hafa, fyrir góðar undirtektir undir þetta mál. Ég held, að það sé nægilegt, þegar nokkur reynsla er fengin um þetta starf, að ákveða, hvað langan tíma árlega erindrekinn skuli dvelja í Mið-Evrópu. Það er ekkert áríðandi að setja lög um þetta, og hygg ég, að það megi samþ. þessa þáltill. í því formi, sem hún nú er. Það má ætla fé til þess í fjárl., þar sem 3. umr. fjárl. er enn ólokið.