10.12.1934
Sameinað þing: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (5148)

166. mál, verslunarerindrekar í Mið-Evrópu

Ólafur Thors:

Ég get þakkað hv. 2. landsk. fyrir greið og góð svör, sem vera má, að flestir hv. þm. hafi skilið nema ég. Ég skal fúslega játa, að það var náttúrlega ósanngjarnt af mér að krefja hv. þm. um ákveðin svör í þessu máli, án þess að hann væri búinn að bera sig saman við sinn flokk. Og ég hið afsökunar á því, að ég skyldi ganga svo ríkt eftir þessu hjá hv. 2. landsk. áður en hann var búinn að ráðgast við hv. þm. V.-Húnv. — Hv. þm. veit sjaldnast, hvernig hann á að greiða atkv. fyrr en hv. þm. V.-Húnv. er búinn að greiða atkv. Öllum hv. þm. er það kunnugt, að þegar hv. þm. V.-Húnv. segir já, þá segir hv. 2. landsk. nei, og gagnkvæmt.