10.12.1934
Sameinað þing: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í D-deild Alþingistíðinda. (5149)

166. mál, verslunarerindrekar í Mið-Evrópu

Bergur Jónsson:

Það er aðeins út af formshlið málsins. Ég tel engu minni ástæðu til, að Alþingi setji lög um þetta erindrekastarf heldur en þegar lög voru sett um skipun erindreka á Spáni, og ég sé ekki betur en að það sé algerlega hliðstætt. — Annars skildist mér, að hv. 2. landsk. væri hræddur um, að menn eins og Þórbergur Þórðarson yrðu settir til þess að gegna þessu starfi, ef því væri skipað með lögum, en ekki þál. (MT: Nei, nei).