13.10.1934
Neðri deild: 9. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í B-deild Alþingistíðinda. (575)

8. mál, tekju- og eignarskattsauki

Ólafur Thors:

Mér væri mikil þökk á því, ef hæstv. ráðh. vildi venja sig af því að vera að sletta sér fram í einkamálefni sjálfstæðismanna. Ég þarf enga barnafræðslu, en það er von, að hæstv. ráðh. sé hún hugstæð, því að það er nú ekki svo langt síðan hann kom úr barnaskóla. Ég veit, hvað fyrir Sjálfstfl. vakti, þegar hann það um þetta, og þarf einskis manns útskýringu um það. Mér sýnist það líka óviðfelldið, að hæstv. ráðh. sé að standa hér upp dag eftir dag og vera með almennar hugleiðingar um það, sem allir vita. Slíkt málþóf er óþarft, og leiðinlegt að heyra það úr ráðherrastóli.