16.10.1934
Efri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í B-deild Alþingistíðinda. (583)

8. mál, tekju- og eignarskattsauki

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég þarf ekki að hafa langa framsöguræðu í þessu máli. Með þessu frv. er farið fram á, að fyrir þetta ár gildi sami viðauki á tekju- og eignarskatt og gilti fyrir árið 1933. Er óhætt að segja, að þegar gengið var frá fjárl. fyrir árið 1931, hafi verið gengið út frá þessum tekju- og eignarskattsauka, því væri höggið stórt skarð í tekjur þessa árs, ef frv. yrði ekki samþ. Ég vil taka það fram, að við afgreiðslu frv. í hv. Nd. kom fram yfirlýsing frá form. Sjálfstfl. á þá leið, að flokkurinn mundi greiða frv. atkv. vegna þess að gengið hefði verið út frá þessum tekjum, er fjárl. þessa árs voru samin, þó að flokkurinn hinsvegar væri ósamþykkur þessum skatti. - Ég vil svo leyfa mér að óska þess, að málinu verði mjög hraðað hér í hv. d., vegna þess að innheimtu skattaukans þarf nú að hraða alveg sérstaklega. Þess vegna vil ég óska þess, með tilliti til yfirlýsingar Sjálfstfl., að frv. verði látið ganga nefndarlaust í gegnum hv. þingd. (MJ.: Ég óska, að frv. sé vísað til fjhn).