26.10.1934
Efri deild: 22. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í B-deild Alþingistíðinda. (606)

30. mál, síldarbræðslustöð

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Það þýðir ekki að hafa miklar umr. um þetta mál. Það, sem hér ræðir um, hefir þegar verið framkvæmt, og er aðeins eftir að fá l. formlega samþ.

Eftir því, sem bezt verður séð, þá hefir orðið tap á rekstri þessarar síldarverksmiðju, og kemur það niður á ríkissjóði að greiða það á sínum tíma, nema svo sé, að halllinn verði greiddur af síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði.

N. leggur til, að frv. verði samþ. - það er ekki um annað að gera, en ég vil taka það fram, að l. voru of seint framkvæmd til þess að þau gætu komið að notum. En fyrst svo var, að taka þurfti verksmiðjuna til afnota um síldveiðitímann, því þurfti að taka hana leigunámi, því að því er séð verður, þá vildi Útvegsbankinn ekki leigja verksmiðjuna, sem varla var heldur von, þar sem á síðasta þingi var samþ. að kaupa hana, en afnotin urðu minni en til var stofnað.