10.10.1934
Neðri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 542 í B-deild Alþingistíðinda. (621)

23. mál, tilbúinn áburður

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl.]:

Breytingin, sem með þessu frv. er gerð frá því, sem áður var, er eingöngu sú, að einkasala á tilbúnum áburði, sem áður var heimiluð, er nú ákveðin með lögum. Jafnframt er ákvæði um að heimila ríkisstj. að greiða kostnað, sem af því leiðir að flytja tilbúinn áburð frá útlöndum til allra þeirra hafna, sem skip Eimskipafélags Íslands og strandferðaskip ríkisins koma á.

Ég sé ekki ástæðu til að eyða fleiri orðum um þetta efni, en vil geta þess, að mér þykir fyllsta ástæða til, að þetta verði gert að lögum nú. Ég vil óska þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og landbn.