15.10.1934
Neðri deild: 10. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

23. mál, tilbúinn áburður

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Út af brtt. hv. 2. þm. Reykv. vildi ég segja það, að ég er henni hlynntur, af því þar er gert ráð fyrir að hafa hámark á styrkgreiðslunni. Ég tel æskilegt, að sem bezt séu skoðaðar allar fjárveitingar, svo vitað sé, hve mikil útgjöld sé af hverjum lið, en haft sem minnst af óákveðnum útgjöldum. Undanfarið hefir framkvæmdin verið sú á fjárlagasamþykktum, að áætluð hefir verið viss upphæð, og yfirleitt ekki meira ár eftir ár, þó fjárveiting hafi farið langt fram úr fjárl.heimild. Ég er því hlynntur, að samþ. verði 40 þús. kr. í fjárl. í þessu skyni; skal ég benda á, að sú upphæð er mjög nálægt því, sem búast má við, að styrkurinn mundi nema samkv. till. landbn., er hún gerir ráð fyrir, að greiddar verði 20 kr. pr. tonn, eins og verið hefir.

Ég vildi því beina til hv. landbn., að hún setti í till. sínar ákvæði, sem fela í sér hámark styrksins, svo vitað sé, á hverju má eiga von í hvert sinn.