15.10.1934
Neðri deild: 10. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í B-deild Alþingistíðinda. (626)

23. mál, tilbúinn áburður

Sigurður Kristjánsson:

Eftir gögnum, sem fyrir liggja um innflutning erlends áburðar, get ég ekki annað séð en áhrifin af lögum þessum hafi orðið þau, að mjög hafi verið ýtt undir aukna ræktun landsins, þó rétt sé hinsvegar, að takmörk eru fyrir því, hve langt má ganga, svo ekki sé spillt fyrir innlendum áburði. Ég vil taka það fram, að ég er ósammála einokun ríkisins á þessari vöru, sem á öllu öðru, og mun því ekki greiða frv. atkv. til 3. umr. í þeirri mynd, sem það er nú.