15.10.1934
Neðri deild: 10. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í B-deild Alþingistíðinda. (628)

23. mál, tilbúinn áburður

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Ég skal skjóta því fram, að þessar upplýsingar um, að styrkurinn hafi numið um 43 þús. kr. síðastl. ár, með 20 kr. styrk pr. tonn, hefi ég frá manni í landbn. Kostnaðurinn hefir verið meiri áður en kreppan skall á, sem liggur í því, að þá var innflutningurinn mikli meiri. Nú þarf innflutningur ekki að vera eins mikill. Má því taka til athugunar, hvort ekki muni vera bezt að miða við 40 þús. kr.

Sú afgreiðsla, sem fram kemur í till., að framlögin séu óbundin, er í rauninni afleit. Viti Alþingi ekki, hvað það er að gera, þá er það á rangri leið. Álít ég því, að rétt sé að hafa hámarksupphæð í sem allra flestum greinum, en veita aftur á móti sem minnst fé, sem að meira eða minna leyti er veitt út í loftið. Vona ég því, að þetta atriði verði tekið til ýtarlegrar athugunar, og að sett verði hámarksupphæð. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi aflað mér í þessu efni, mun þessi 10 þús. kr. hámarksupphæð vera hæfileg.