15.10.1934
Neðri deild: 10. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í B-deild Alþingistíðinda. (629)

23. mál, tilbúinn áburður

Ólafur Thors:

Ég vil taka undir það með hæstv. fjmrh., að þingið verður að vita, hvað það gerir. Í þessu máli eru upplýsingar þær, sem ráðh. gefur, rangar og villandi, samkv. upplýsingum endurskoðunarmanns landsreikninganna, hv. þm. V.-Húnv. Tel ég þess vegna rétt, að hv. þdm. taki ekki afstöðu til till. eins og hún liggur fyrir. Vil ég leyfa mér að mælast til þess, að annaðhvort taki flm. till. sína aftur til 3. umr., eða að málið verði tekið út af dagskrá og hv. landbn. taki það til athugunar, og ætti hún síðan að gefa upplýsingar um málið.