10.10.1934
Efri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í B-deild Alþingistíðinda. (691)

21. mál, heimild rannsóknarstofnana ríkisins til lyfjasölu

Magnús Guðmundsson:

Þegar ég sá þetta frv., furðaði mig á því, að lagaheimild skyldi þykja til þurfa, að rannsóknarstofan seldi framleiðslu sína, þar sem vitað er, að hún hefir gert það hingað til. Hafi þetta hingað til farið fram með löglegum hætti, þá ætti það eins að geta orðið framvegis. Ég vildi gjarnan fá upplýsingar hjá hæstv. ráðh. um það, hvar hann telji, að í löggjöf vorri séu lagaákvæði til hindrunar þessum rétti rannsóknarstofunnar til þess að selja framleiðslu sína. Ég spyr af því, að ég þekki ekki slík lagafyrirmæli.