08.11.1934
Neðri deild: 31. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í B-deild Alþingistíðinda. (837)

27. mál, sláturfjárafurðir

Jón Pálmason:

Við hv. þm. Ak. höfum flutt brtt. á þskj. 358. Við 2. umr. málsins var felld brtt. frá okkur, sem hneig að nokkru leyti í svipaða átt. Mér þótti undarlegt, að hún skyldi vera felld af öllu stjórnarliðinu, eins og það lagði sig, því að ég get ekki enn fundið skynsamlega ástæðu fyrir því.

Nú vildum við einskorða þessa till. við það eitt, hvort það sé ætlun þessarar hv. d. að banna með þessum l., að ný samvinnufélög, sem ekki hafa áður starfað, gætu fengið leyfi til slátrunar, ef svo ber undir. Þess vegna einskorðum við þessa till. við þetta atriði. Við lítum svo á, að heppilegast sé, að þessi samvinnufél. séu sem fæst og hafi sem mest á boðstólum; hinsvegar er það óeðlilegt og óréttmætt í okkar augum, að leggja undir kjötsölun. að einskorða, hve mörg samvinnufélög bændur stofna til þess að fara með þessi mál. Þetta vald á að vera hjá bændunum, en það á ekki að einskorða með þessum l., að kjötsölun. sé falið þetta vald.

Í þessu sambandi vil ég minnast á mótsögn, sem mér virtist koma fram í ræðu hv. frsm. landbn. Hún fólst í því, að hann viðurkenndi það, sem auðvitað var alveg rétt, að til væri svæði á Vesturlandi, sem eðlilegt væri að stofna ný samvinnufélög á, til þess að fara með þessi mál. Hann vill ganga inn á það, að neytendum sé heimilað að stofna félög og fá sláturleyfi, en jafnframt er hann því mótfallinn, að framleiðendur, bændurnir, hafi heimild til þess að fá sláturleyfi, ef þeir stofna ný samvinnufélög á því svæði, sem hér um ræðir. Þetta er svo alvarleg mótsögn, að ég furða mig á því, að nokkur þm. skuli hafa gengið inn á þessa braut. Ég vona að þessi till.hv. þdm. það ljós, að ekki sé þörf að fara um hana fleiri orðum.

Ég skal ekki fjölyrða um önnur atriði, sem fram hafa komið í öðrum brtt. Ég vil aðeins geta þess í sambandi við það deilumál, sem hér er rætt um, verðjöfnunargjaldið, að ég er sammála þeim mönnum, sem hafa sýnt fram á, að mikil líkindi séu til þess, að þótt verðjöfnunargjaldið verði jafnvel í hámarki, þá hrökkvi það hvergi nærri til þess að jafna þann verðmun, sem mun verða á kjötinu, sem selt er á innlendum markaði annarsvegar, og því, sem selt er á erlendum markaði hinsvegar, eins og nú horfir við. Ég held mér sé óhætt að segja, að öll hv. landbn. sé því mótfallin, að verðjöfnunargjaldinu sé breytt frá því, sem það er í frv.

Önnur atriði, sem snerta þetta mál, skal ég ekki fara út í, því að það hafa aðrir gert.