08.11.1934
Neðri deild: 31. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (847)

27. mál, sláturfjárafurðir

Sigurður Kristjánsson:

Ég held, að það sé misskilningur hjá hæstv. forsrh., að það sé í frv. eins og það nú er leyfð sala á lifandi fé. Það stendur hér í 3. gr. frv., með leyfi hæstv. forseta :

„Einnig er heimilt að veita slátrunarleyfi þeim einstaklingum, er vegna sérstakra staðhátta eiga svo örðugt með rekstur eða flutning fjárins til sláturhúss, að illfært sé að dómi nefndarinnar“.

Ég held, að það komist ekki undir þetta ákvæði að menn megi selja einstökum mönnum í kaupstöðum kindur til slátrunar handa sér. (Forsrh.: Með leyfi nefndarinnar; það er í upphafi 3. gr.).