14.11.1934
Efri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (860)

27. mál, sláturfjárafurðir

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Mér virðist þetta fremur einkennileg fyrirspurn, því að hv. þm. getur víst mjög hæglega farið til Sláturfélags Suðurlands og fengið vitneskju um þetta þar. Annars hygg ég rétt farið með þessar tölur og að gróðinn hafi verið svipaður því, sem þær segja, eða um 40 þús. kr. í Rangárvallasýslu og 60 þús. kr. í Árnessýslu. En ég skal taka það fram, að ég hefi ekki sérstaklega beðið um neina útreikninga um þetta. Það getur hv. 1. þm. Reykv. sjálfur gert, ef hann vill.