14.11.1934
Efri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 746 í B-deild Alþingistíðinda. (863)

27. mál, sláturfjárafurðir

Magnús Guðmundsson:

Ég ætla einungis að gera stutta aths. viðvíkjandi gróðanum á kjötinu austan fjalls í haust. Á fundi, sem ég var á í Árnessýslu nú um þingtímann, lýsti bóndi úr héraðinu yfir því, að verðhækkun sú, sem þar varð á kjötinu í haust, gerði ekki betur en að vega á móti þeirri kauphækkun, sem gerð var af völdum þess opinbera í sumar. Ég skal geta þess, að síðar á fundinum komu fram andmæli gegn því, að kauphækkunin hefði vegið fullkomlega móti kjötverðhækkuninni, en enginn virtist mér halda fram, að á þessum tveimur hækkunum væri mikill munur.