11.10.1934
Neðri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í B-deild Alþingistíðinda. (869)

16. mál, eldspýtur og vindlingapappír

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Aðalefni þessa frv. er að fara fram á, að ríkisstj. fái einkasölu á eldspýtum og vindlingapappír. Gert er ráð fyrir, að tóbakseinkasalan annist um sölu og kaup þessara vara.

Ég vil minnast á það, að í frv. er tekið fram, að heppilegt sé, að einkasala á tóbaki og eldspýtum fari saman. Það þótti vel við eiga, að verzlað sé saman með þessar vörutegundir, þar sem eldspýtur sigla jafnan í kjölfar vindlinga og vindla. Eldspýtur eru vara, sem hagnast má á. Þess vegna er hægt að hækka verðið á þeim frá því, sem nú er. Fer því vel á því, að verzlun með tóbak og eldspýtur sé höfð í einu lagi, en það er sama og farið er fram á í þessu frv.

Að lokum vil ég leyfa mér að mælast til þess, að frv. verði látið ganga til fjhn.umr. loknum.