17.10.1934
Neðri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 787 í B-deild Alþingistíðinda. (971)

22. mál, verkamannabústaðir

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það eru aðeins örfá orð út af því, sem fram kom í ræðu hv. 5. þm. Reykv., að hér hefði verið komið upp samvinnubyggingum fyrir framsóknarmenn. Þetta er einkennileg staðhæfing. Það vita allir, að það voru framsóknarmenn, sem komu því til leiðar, að l. voru sett hér á Alþingi um byggingarsamvinnufélög, en ég veit ekki betur en að sjálfstæðismenn hafi verið fegnir að notfæra sér þau 1. Svona er það líka oft, þegar framsóknarmenn hafa komið í framkvæmd einhverju nytjaverki, að þá eru sjálfstæðismenn jafnan fúsir til að notfæra sér hlunnindin, jafnvel þótt þeir, sem teljast fyrir í Sjálfstfl., hafi veitt málinu mótstöðu. Þetta sýnir bara það, að þetta fólk sem af einhverjum misskilningi fyrir Sjálfstfl., ætti ekki að fylgja flokknum, því hann berst á móti því, sem fólkinu er til hagsbóta. Þegar 1. um samvinnubyggingarnar komu til framkvæmda, sýndi það sig, að margt fólk, sem fylgir Sjálfstfl., fylgir honum af misskilningi og vana, af því það skilur ekki, hvar það á að skipa sér í flokka til þess að reyna að vinna að eðlilegum framdrætti þeirra, sem úr minna hafa að spila. - Mér þykir vænt um, að ég skuli hafa fengið tækifæri til að benda á, að þó að forkólfar Sjálfstfl. hafi ekki verið því fylgjandi að koma upp samvinnubyggingum, þá hafa þeirra flokksmenn þó kunnað að notfæra sér þessi l. En þetta er ekkert einsdæmi. Svona er það um flest, sem kemur fram á þingi, enda eru kjósendur Sjálfstfl. smátt og smátt að koma auga á það, hvar þeir eiga að skipa sér í flokk.