17.10.1934
Neðri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í B-deild Alþingistíðinda. (981)

22. mál, verkamannabústaðir

Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég vildi aðeins segja hv. 3. þm. Reykv. það, út af því, sem hann var að tala um, að fleiri en einn þyrfti að vera, ef um kapphlaup væri að ræða, að ég þekki kapphlaup, þar sem aðeins einn var sjáanlegur, og það var þegar þessi hv. þm., að afstöðnum kosningum í sumar, hljóp norður á land til þess að endurskoða sparisjóði. Það var kapphlaup án þess að nokkur hlypi á móti, nema hans eigin fortíð.