11.03.1935
Neðri deild: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (1011)

30. mál, útrýming fjárkláða

Guðbrandur Ísberg:

Ég vil bara spyrja hv. þm. V.-Sk., hvaðan honum kemur heimild til að halda því fram, að við landbn.-menn ætlumst til, þrátt fyrir framkomna brtt. okkar við 1. gr., að undantekningarlaust verði baðað á öllu landinu? við höfum gengið inn á það og lýst yfir því, að ef svæði finnast, sem kláða hefir ekki orðið vart á síðastl. fimm ár, og að dómi Búnaðarfélags Íslands er óhætt að sleppa við böðun, skuli það gert. Hvaðan er sú vizka hv. þm. V.-Sk., að eftir sem áður sé það okkar tilætlun, að böðun fari fram á þessum svæðum sem öðrum?

Það er undarleg fullyrðing, bæði hjá þessum hv. þm. og ýmsum fleiri, að halda því fram, að frv. nái ekki samþ. Það hefir nú þegar gengið í gegnum 2. umr. og verið samþ. með yfirgnæfandi meiri hl., og svo mun enn verða. Og hvað því viðvíkur, að það verði fellt í hv. Ed., þá efast ég um, að þessi hv. þm. geti sagt Ed. fyrir verkum. við sjáum nú, hvað setur. Það er nægur tími að segja um afdrif málsins í Ed., þegar þangað kemur.