30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (1040)

44. mál, gæðamerki

Frsm. (Sigurjón Á Ólafsson):

Sjútvn. hefir rannsakað þetta mál og komizt að raun um, að nauðsynlegt sé, að það verði samþ. Aðalefni frv. er það, að nauðsynlegt sé að setja sérstök merki á síld þá, sem út er flutt héðan, enda tíðkast nú slíkt um útflutningsvörur um allan heim. Það er kunnugt, að Norðmenn hafa boðið sína síld sem Íslandssíld, en gæðamerki sem þau, sem frv. fyrirskipar, tryggja neytendum, að þeir fái ósvikna vöru, og hindrar það, að aðrar þjóðir geti smeygt sér undir nafnið Íslandssíld. — Ég læt þetta nægja að sinni, en óska, að frv. verði samþ.