04.03.1935
Efri deild: 16. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (1081)

35. mál, fasteignaveðslán landbúnaðarins

Magnús Jónsson:

Ég sé hér í dagblaði Framsfl., að hæstv. fjmrh. hefir gefið þá yfirlýsingu til enskra stjórnarvalda, „að hann ætli að koma lagi á innflutning og útflutning Íslands, í því skyni, að gjaldeyrisástandið komist á öruggan grundvöll, og á meðan forðast frekari erlendar ríkislántökur. eða hjálpa til við erlendar lántökur íslenzkra þegna með því að veita ríkisábyrgð.“ Ég vil nú í sambandi við þessa yfirlýsingu beina þeirri fyrirspurn til hæstv. fjmrh., hvernig hann hugsar sér að snúast við ákvæðum 3. gr. frv., þar sem ræðir um 5 millj. kr. lántöku á ábyrgð ríkissjóðs.