26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2417 í B-deild Alþingistíðinda. (110)

Afgreiðsla þingmála

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti! Þann 5. þ. m. bar ég fram frv. um breyt. á l. um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskiptum með sláturfjárafurðir. Frv. var vísað til hv. landbn. 16. þ. m., eftir 1. umr. Ennþá hefir ekkert heyrzt um þetta mál frá hv. n. Þetta er mjög mikilsvert mál, og get ég því ekki skoðað þennan drátt, sem orðið hefir í afgreiðslu málsins hjá hv. n., öðruvísi en sem vísvitandi viðleitni til þess að tefja fyrir framgangi másins. Vil ég þess vegna mælast til þess, að hæstv. forseti gefi hv. form. landbn. áminningu fyrir þennan drátt, sem orðið hefir á afgreiðslu málsins hjá hv. n., og sjái um það, að þetta mál nái afgreiðslu á næstu dögum, og helzt þegar í stað.