30.03.1935
Neðri deild: 41. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í B-deild Alþingistíðinda. (1131)

35. mál, fasteignaveðslán landbúnaðarins

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

viðvíkjandi því, sem hv. þm. sagði síðast, að sérstök ástæða væri til að létta undir með þeim bændum, sem hafa orðið að taka dýr lán vegna rafstöðva, skal ég taka það fram, að í l. um ýms ákvæði vegna fjárkreppunnar kemur þetta atriði undir heimild ræktunarsjóðs að veita gjaldfrest á ýmsum lánum og ívilnun, og mun það verða gert um þessi lán eins og önnur.

En hér er um að ræða mál gagnvart framtíðinni, og álít ég ekki, að þessar framkvæmdir séu í eðli sínu þannig, að sérstaklega eigi að ýta undir þær, af þeirri ástæðu, sem ég hefi nefnt. Og þeir, sem í þær leggja, verða að eiga meira upphaflega og taka minna lán til þeirra, af því að þessar framkvæmdir auka ekki afköst eða afrakstur framleiðslunnar fjárhagslega. — Um fyrirspurn hv. þm. skal ég svara því, að ég get engu lofað f. h. n. um fylgi við brtt. úr 20 í 15 ár. N. hefir ekki borið sig saman um það atriði, og hver nm. hefir óbundnar hendur.