14.03.1935
Neðri deild: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 791 í B-deild Alþingistíðinda. (1150)

76. mál, flutningur á kartöflum

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Hv. þm. Vestm. er nú ekki viðstaddur, svo ég skal ekki vera fjölorður um það, sem fram kom hjá honum, en þó ætla ég að minnast á örfá atriði.

Hv. þm. var aftur með þá meinloku, að Búnaðarfélag Íslands hefði ekki gengið jafnvel og skörulega fram sem forsvarsmaður bænda í kartöflusölumálunum eins og við hefði mátt búast. Eins og ég benti honum á, er þetta reginmisskilningur. Það er ekki á verksviði Búnaðarfél. eða þess vegum að beita sér fyrir verzlun, hvorki með landbúnaðarafurðir né annað. Hitt er verksvið þess, að leiðbeina bændum um tilraunir og alla starfsemi, sem að framleiðslunni lýtur, og það hefir það gert á þessu sviði sem öðrum. Það hefir meira að segja, án þess nokkur lög mæli svo fyrir, oft látið ríkisstj. í té allar fáanlegar upplýsingar um kartöflurækt og kartöflusölu í landinu, og það mun það gera framvegis eins og frv. gerir ráð fyrir, en forgöngu í kartöfluverzluninni getur það ekki haft með höndum.

Þá var hv. þm. að tala um, að í frv. væru engin jákvæð atriði, nema ákvæðið um farmgjöld með ströndum landsins. Ég skil þá ekki, hvaða ástæðu hv. þm. hefir til að mæla svo öfluglega á móti frv. eins og hann gerir, ef ekkert er nýtt í því, sem áhrif hefir, nema þetta eina atriði, sem hann er í sjálfu sér fylgjandi.

Þá talaði hv. þm. um, að eins og nú strax akir væri ekki til í landinu svo mikil kartöfluframleiðsla, að nægði öllum landsmönnum. Það er vitanlegt, að ber er verið að vinna fyrir framtíðina. Það er ætlazt til, að þessi löggjöf, sú hvatning og sá stuðningur, sem í henni felst, verði þess valdandi, að áður en langt um líður verði raktað það mikið af kartöflum í landinu, að ekki þurfi að sækja mikið út yfir pollinn.

Um niðursoðnu mjólkina vil ég gefa hv. þm. þær upplýsingar, að bændur fá ekkert hærra verð fyrir þá mjólkurframleiðslu, sem fer til niðursuðunnar, heldur en þá, sem unnið er úr skyr, smjör og ostar, svo engin ástæða er til að telja það eftir, þó þeir sitji einir að markaðinum í þessari grein. Það er sýnilegt, að þeir nota ekki þá aðstöðu til þess að auðga sig fram yfir aðra bændur, sem selja mjólkurafurðir í landinu. Hitt er rétt hjá hv. þm., að dósamjólkin er í hærra verði á innlenda markaðinum heldur en fá mætti hana fyrir frá útlöndum. En sama má segja um fleiri landbúnaðarafurðir. Smjör og jafnvel kjöt mundi vera hægt að fá ódýrara frá útlöndum, t.d. ef það væri flutt frá þeim löndum, sem mala hluta af framleiðslu sinni í gúanó o. fl. o. fl. Á þeim tímum, sem nú eru. er ekki alltaf réttlátt, þegar um verð á innlendri framleiðslu er að ræða, að vitna til þess, fyrir hvaða verð megi fá sömu vöru á heimsmarkaðinum, því vitanlega er mikið af heimsmarkaðsverðinu hreint og beint „dumping“. Margar vörur eru í milliríkjaviðskiptunum seldar fyrir miklu lægra verð heldur en heima í löndunum, þar sem þær eru framleiddar. Þetta er óheilbrigt verðlag, sem ekki er rétt að miða við.

Hv. 5. þm. Reykv. vil ég svara með örfáum orðum. Yfirleitt er ekki ástæða til að fara langt út í hans mál, því hann talaði ekki mjög hvasst á móti málinu. En honum þótti einkennilegt við þessi skipulagsfrv., að það ætti að skipuleggja sölu vörutegunda, sem of mikið væri framleitt af í landinu, og svo kæmi hér líka frv. um að skipuleggja sölu vörutegundar, sem of lítið væri framleitt af. En hann þarf ekkert að undrast þetta, því vitanlega er undirstaða allrar skipulagningar á framleiðslu sú, að reyna að auka framleiðslu og sölu þeirrar vöru, sem of lítið er af, en aftur á móti leita nýrra markaða fyrir þá vöru, sem of mikið er af í landinu. Í þessu er ekkert ósamræmi, aðeins það, sem gengur og gerist í allri skipulagningu.

Þá var hv. þm. að hræðast það, að af þessu frv. mundi leiða verðfall á kartöflum, ef það annars hefði nokkur áhrif, hér skýtur nokkuð skökku við það, sem aðrir hv. þm. hafa haldið fram, að frv. leiddi til óeðlilegrar verðhækkunar. Í þessu er ekki gott samræmi, og býst ég við, að nokkuð sé ofsagt hjá báðum aðilum. Hitt er rétt, að svo mikil getur framleiðslan innanlands orðið, að framboðið skapi verðfall á innlenda markaðinum. En við eigum víst nokkuð langt í land með að svo verði, og þegar svo er komið, má búast við, að hið lága verð komi til með að bremsa nokkuð framleiðsluna, svo að framboðið yrði hæfilegt.

Það mun vera rétt hjá hv. þm., að til þessa hefir það töluvert tíðkazt, að neytendur geymi sjálfir kartöfluframleiðsluna að meira eða minna leyti, þó eru það ekki nærri allir, því fyrir fjölda neytenda er þannig háttað, að þeir hafa ekki húsnæði né peninga til þess að birgja sig upp, hvorki af þessari vöru eða annari, enda er vitanlegt, að mjög margir kaupa kartöflur aðeins eftir hendinni. En hvað viðvíkur möguleikum fyrir geymslu kartaflna í stórum stíl, þá býst ég við, að þeir séu fyrir henni. Ég man, að Búnaðarfél. var falið ekki fyrir löngu að rannsaka möguleikana fyrir að geyma hér íslenzkar kartöflur, og því bárust mörg tilboð um geymslupláss hér í bænum, að vísu ekki stór, en það stór þó, að í þeim öllum til samans mætti geyma allstóran forða. Og ég efast ekki um, að þær verzlanir, sem tækju að sér að verzla með þessa vöru, mundu leita uppi þær geymslur, sem til eru, og þegar þær hrykkju ekki lengur, þá er komið að því, að koma þyrfti hér upp tryggri kartöflugeymslu í viðbót. Þetta verður reynslan að leiða í ljós. Þetta frv. er tilraun til umbóta. Það má vel vera, að það sýni sig, að það verði að nokkru liði, en þurfi þó um að bæta síðar, og þá er tími til að færa þær út, eftir því sem reynslan sýnir þörf á. vænti ég, að hv. þm. fallist á að hleypa þessu máli áfram svo fljótt, að það geti orðið að lögum á þessum hluta þingsins.