14.03.1935
Neðri deild: 28. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 794 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

76. mál, flutningur á kartöflum

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég sé ekki að það komi þessu máli við, þó að neytendur hafi keypt kartöflur á haustin. Hv. þm. segir, að menn hætti að birgja sig upp fyrir árið á haustin, þegar þeir geta fengið vöruna allt árið. En kartöflur eru, eins og öll saisonvara, ódýrastar nýlega eftir uppskeruna, og því er ábati fyrir menn að kaupa sem mest af þeim á haustin. Þessi ábatahugsun verður jafnlifandi eftir sem áður. En þrátt fyrir þetta er ekki nema lítill hluti kartaflnanna seldur á haustin, því að allur þorri neytenda hefir hvorki ráð á því né húsakynni til þess að birgja sig upp með vöruna.

Ég hefi ekki sagt, að það yrði langt í land, þangað til þjóðin gæti í þessari framleiðslugrein fullnægt þörf sinni. Ég hefi sagt, að það yrði ekki langt þangað til svo mikið yrði framleitt, að verðið yrði miklu lægra. Í framtíðinni hlýtur að fara svo, að verðið þokist niður smám saman og ætti þetta frv. að stuðla að því. Í þeirri von, að svo gæti orðið, greiði ég atkv. með frv., og vona ég, að hv. þm. geri slíkt hið sama.