29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 854 í B-deild Alþingistíðinda. (1222)

31. mál, sparisjóðir

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Ég sé ekki ástæðu til að elta ólar við það, sem hv. 6. þm. Reykv. sagði. Hann var að reyna að leiða rök að þessari till. En ég heyrði ekki, að hann kæmi með nein rök frá því, sem hv. 1. flm. till. kom með áður og hæstv. fjmrh. og ég höfum hrakið. Ég vil bara beina því til hv. 6. þm. Reykv., að ef honum þykir varhugaverð ábyrgð ríkisins á sparifé Landsbankans og yfirleitt á fjárstofnununum, þá ætti hann sízt af öllu að fara fram á, að slík ábyrgð færist yfir til sparisjóðanna líka.