21.03.1935
Efri deild: 31. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 857 í B-deild Alþingistíðinda. (1232)

102. mál, verslunarlóðin í Hnífsdal

Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Þessi verzlunarlóð var ákveðin með l. þegar henni voru takmörk sett eins og hún nú er, en ekki með reglugerð, samþykktri af stjórnarráðinu, eins og fyrr var reglan. Eftir þessu var ekki tekið af viðkomandi mönnum þarna vestra, sem sendu beiðni um breyt. á lóð þessari til stjórnarráðsins, fyrr en beiðnin hafði verið send. En þar sem lóð þessi er ákveðin með löggjöf, þarf nýja löggjöf til að breyta henni, og þess vegna er þetta frv. borið hér fram, og fer það fram á, að lóðin verði minnkuð, til þess að ekki verði byggt á vissum stað.