23.03.1935
Neðri deild: 36. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (1248)

107. mál, útflutningur á kjöti

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Á síðasta þingi voru framlengd lög um útflutning á kjöti, og gilda þau nú þangað til 1. júlí í sumar, en falla þá úr gildi. Þær takmarkanir um innflutning á kjöti, sem þá voru til staðar í útlöndum, eru enn óbreyttar og er. Því nauðsynlegt, að lög þessi séu framlengd. Ég geri ráð fyrir, að framlengingin verði gerð til eins árs, en það er nauðsynlegt, að samþykkt fyrir henni fáist á þessum þinghluta, svo að lögin verði í gildi þegar sláturtíð byrjar í haust. Ég vil því mælast til, að málinu verði hraðað, svo að búið verði að afgr. það áður en þingi er frestað, og leyfi mér að svo mæltu að óska þess, að frv. sé vísað til 2. umr.