17.12.1935
Neðri deild: 101. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2423 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

Afgreiðsla þingmála

Hannes Jónsson:

Fyrst menn úr stjórnarflokkunum eru farnir að lýsa ettir málum, sem hafa þó góða aðstöðu, eftir því sem hæstv. forseti hefir lýst, til að sjá málum sínum borgið í þinginu, þá endurtek ég þá kröfu, sem ég hefi mörgum sinnum gert, að frv. um gjaldeyrisskráningu verði tekið fyrir áður en þingi er lokið. Ég vil heyra hjá hæstv. forseta, hvort ekki eru líkur til, að málið fái að koma til umr., þó ég geri ekki ráð fyrir, að það fái endanlega afgreiðslu, ef þingi verður lokið á laugardag. En þetta mál er svo brennandi spursmál, að það er vandi fyrir þingið, ef það fær ekki afgreiðslu, einkum þegar mál, sem borin eru fram síðar, eiga að sitja fyrir afgreiðslu. Því ég vil minna á, að málið var borið fram á fyrri hluta þingsins og strax í byrjun þessa þings; og er því frekar ástæða til að taka það fyrir en mörg önnur mál, því að það er meira brennandi spursmál fyrir atvinnuvegi og afkomu þjóðarinnar.