19.03.1935
Neðri deild: 32. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (1411)

75. mál, hæstiréttur

Garðar Þorsteinsson:

Á því getur enginn vafi leikið, að flm. er heimilt að taka aftur tillögur sínar. Hitt er með öllu óþinglegt og á móti anda þingskapanna, að taka upp tillögu, til að greiða atkv. á móti henni sjálfur. Ég sé enga aðra ástæðu til þess en þá, að hv. þm. Barð. treysti sér ekki til að mæta við 3. umr. málsins.