05.03.1935
Neðri deild: 20. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2425 í B-deild Alþingistíðinda. (143)

Fyrirspurn um stjórnarráðstafanir

Ólafur Thors:

Hv. þdm. hafa nú heyrt hæstv. atvmrh. lýsa yfir því, að um næstu helgi sé von á frv. um skuldaskilasjóð og e. t. v. fleiri frv. viðvíkjandi útveginum. Nú er þriðjudagur, og þótt ég telji miður farið, að þetta mál skuli ekki vera komið lengra áleiðis, munum við sjálfstæðismenn a. m. k. ekki taka upp okkar frv. þangað til. En ég vil skora á hæstv. ráðh. að draga það ekki lengur en til næstu helgar að koma þessu í verk. Málum, sem seint koma fram, er oft hætta búin, og ég vil ekki, að teflt sé á tvær hættur um framgang þessara mála.