04.04.1935
Neðri deild: 45. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í B-deild Alþingistíðinda. (1587)

59. mál, virkjun Fljótaár

Garðar Þorsteinsson:

Þetta frv. var flutt af mér í fyrra í þessari hv. d., en var þá nokkuð öðruvísi en nú. Þá var gert ráð fyrir ríkisábyrgð á kostnaðinum, en nú hefir sú grein verið felld burt og frv. svo breytt flutt í hv. Ed., og þar var fullkomið samkomulag allra flokka um afgreiðslu málsins. Bæjarstj. Siglufjarðar hefir einróma lagt til, að málið yrði afgr. á þessum hluta þingsins og talað um það við mig og hv. 1. þm. Eyf. Ég leyfi mér þess vegna að mælast til þess við hæstv. forseta, að hann reyni að fá þetta mál afgr. úr hv. Nd. í dag, með afbrigðum, og vænti þess, að hv. þingmenn samþykki þau afbrigði, sem til þess þarf.