05.11.1935
Efri deild: 61. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (1642)

119. mál, kjötmat o.fl.

Pétur Magnússon:

Það eru aðeins örfá orð. Nú er fengin sú skýring, sem ég hefi verið að leita að. En ég skil aðeins ekki, hvers vegna hún mátti ekki koma strax. Nú hefir hæstv. forsrh. leyst frá skjóðunni og sagt, að það ætti að fá nýja menn í matið. En ég vil nú spyrja, hvort það hafi ekki verið hægt án þess að vera að basla við þessa lagabreyt. Eða hafði stj. ekki aðstöðu til þess að velja aðra menn án þessarar lagabreytingar? En þarna er komin skýring á frumvarpinu, sem ekki hafði verið gefin áður.