26.03.1935
Neðri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í B-deild Alþingistíðinda. (1720)

95. mál, gagnfræðaskóli

Frsm. (Sigurður Einarsson):

Eins og hv. þdm. hafa heyrt, hefi ég flutt skrifl. brtt. við 1. gr. þessa frv., og er hún miðuð við það, að þegar bæjarstjórnir í kaupstöðum hafa áætlað fé til byggingar gagnfræðaskólum í kaupstöðum, þá skuli í fjárl. næsta árs þar á eftir veita fé til þess hlutfallslega á móti framlögum kaupstaðanna. Eins og greinin er nú orðuð, mætti líta svo á, að ríkisstj. væri skylt að leggja fram fé úr ríkissjóði til þessara framkvæmda, án þess að slík greiðsluupphæð stæði í fjárl. Ég vænti, að hv. þdm. skilji, að hér er ekki ætlazt til, að gengið verði eftir slíku fjárframlagi fyrr en stj. hefir gefizt svigrúm til að setja það í fjárlög, og að samkv. brtt. er henni ekki skylt að leggja þetta fé fram fyrr en að tími hefir unnizt til þessa.