09.11.1935
Efri deild: 65. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (1734)

95. mál, gagnfræðaskóli

Frsm. (Jónas Jónsson):

Eins og tekið er fram í nál., voru aðeins tveir nm. viðstaddir — einn var nefnilega veikur — við afgreiðslu málsins í n., og mun þessi eini nm. gera grein fyrir sinni skoðun, ef hún er frábrugðin skoðun hinna nm. Þeir tveir komust að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að afgr. frv. óbreytt.