06.11.1935
Neðri deild: 70. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í B-deild Alþingistíðinda. (1747)

144. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Sigfús Jónsson):

Þetta frv. fer fram á að veita veðdeildinni heimild til að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa. Er frv. flutt að tilmælum stj. Landsbankans, af hv. fjhn. Ed. Er það að mestu leyti shlj. frv., sem flutt var á þingi 1928. Þó var í því frv. ákveðið ríkistillag, 8 þús. kr. á ári, sem nú er sleppt. Einnig er 12 þús. kr. til rekstrar og 2 þús. kr. til endurskoðenda sleppt. Í þriðja lagi var í því frv. heimild fyrir ríkisstj. að ábyrgjast allt að 3 millj. lán, sem ekki er í þessu frv. Að öðru leyti eru frv. eins.

Fjhn. hefir nú athugað frv. og er sammála um, að leggja til, að það verði samþ. óbreytt.