29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1185 í B-deild Alþingistíðinda. (1807)

56. mál, bæjargjöld á Ísafirði

Sigurður Kristjánsson:

Ég vildi benda á, að þegar svona stendur á, að lasleiki er á meðal þm., þá er það aðallega á kvöldfundum, sem þeir taka sér frí frá fundarsetu. Annars veit ég ekki, hvernig menn skiptast um þetta mál. Ég hefi ekki kynnt mér, hvort það er flokksmál eða ekki, eða að hve miklu leyti það er flokksmál. Þess vegna óskaði ég, að d. gæti verið nokkurn vegin fullskipuð, þegar atkvgr. um málið fari fram, og henni yrði því frestað nú. En þessi hv. d. er miklu oftar fullskipuð á fundum eftir hádegið heldur en á þessum tíma dags.