21.03.1935
Neðri deild: 34. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (1872)

50. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Meiri hl. fjhn. hefir lagt til, að þetta frv. yrði samþ., og eins frv., sem kemur næst á dagskránni, um bæjargjöld á Akureyri. Ástæður meiri hl. í þessu efni eru þær, að það er vitanlegt, að þessi bæjarfélög hafa ekki nægilegar tekjur, og meðan ekki eru lagðar fram till. um almennan tekjuauka fyrir bæjarfélögin, munum við fylgja ósk þessara bæjarfélaga og ef til vill annara, sem fram kunna að koma með svipaðar óskir. En við höfum í báðum tilfellunum stytt þann tíma, sem lögin eiga að gilda, og gerum við það með tilliti til þess, að þess verði ekki langt að bíða, að hæstv. stj. landsins láti frá sér fara till. um tekjuauka bæjar- og sveitarfélaga. — Að öðru leyti tel ég ekki þörf að taka þátt í umr. f. h. meiri hl. n. um þessi mál hvort um sig, en mun láta hv. þm. þessara tveggja kjördæma um það.