20.11.1935
Efri deild: 74. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1235 í B-deild Alþingistíðinda. (1906)

50. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson):

Ég skal nú ekki lengja þessar umr. mikið úr því sem orðið er, en ég skal benda á það, til viðbótar því, sem ég sagði áðan, að nokkrum dögum eftir að þetta undirskriftaskjal er undirritað, þá er haldinn fjölmennur fundur í Vestmannaeyjum, þar sem samþ. var nærri einróma áskorun til Alþ. um að framlengja gjaldið. Hv. 4. landsk. játaði, að hann legði í sjálfu sér ekki mikið upp úr þessum mótmælum, og ég vil undirstrika það sérstaklega, að hv. þm. sagði það sjálfur, að það væri eðlilegt, að einmitt Vestmannaeyjar, sem hafa haft þetta gjald, vildu halda því, þegar útlit er fyrir, að svipuð löggjöf fyrir kaupstaðina almennt verði sett. Ég vil að lokum taka það fram, að ég vil vona, að þetta sanngirnismál nái hér fram að ganga.