07.11.1935
Neðri deild: 67. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (1928)

156. mál, erfðaábúð og óðalsréttur

Emil Jónsson:

Það er aðeins stutt aths. Hv. þm. sagðist geta skilið það, að ég væri á móti brtt. hans, ef það mætti gefa óðalið án nokkurra skilyrða. Hann sagði ennfremur, að með því að vera á móti brtt. væru menn að skapa þá aðstöðu, að mörgum gömlum hjónum væri kastað út á kaldan klaka, en ríkissjóður tæki jarðir þeirra. En það, sem hann sagði um þetta. var mér einmitt aukið tilefni til þess að halda, að hér væri ekki um gjöf að ræða, heldur sölu, því að hvaða leyti væri þeirra hagur betri, ef ekki sæi gjöf til gjalda? Þó að þau gefi jörðina, þá geta þau aðeins verið að bættari, ef þau fá eitthvað í staðinn, eða m. ö. m., að þau geti selt jörðina fyrir eitthvert verð. Það er þetta, sem ég vildi hindra, að sá, sem færi frá jörð, gæti notað aðstöðu sína til þess í orði kveðnu að gefa jörðina, en á borði að selja hana.

Ég vil spyrja hv. 7. landsk. að því, að hvaða leyti sá maður er bættari, sem gefur einhverjum einstaklingi jörð sína, heldur en ef hann léti hana í hendur ríkissjóði.