11.11.1935
Neðri deild: 70. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1268 í B-deild Alþingistíðinda. (1960)

140. mál, fiskimat

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Þetta frv. er komið til sjútvn. frá atv.- og samgmrn. En eftir að n. hafði afgr. málið eftir þeim gögnum, sem fyrir lágu frá ráðuneytinu, barst henni erindi um það frá fiskimatsstjóra, og voru í því nokkur atriði, sem n. vildi taka til greina. En að mestu var það umsetning og orðabreyt. á því, sem nú er í 1., og lítilsháttar efnisbreytingar.

Í frv. á þskj. 416 hafði n. tekið upp nýmæli frá fiskimatsstjóra, er n. fannst ástæða til að hafa eins og segir þar í 1. gr. um að skylda eigendur fiskgeymslu- og verzlunarhúsa að hreinsa árlega bæði hús og áhöld úr gerlaeyðandi efni.

Í hinu nýja frv., sem fiskimatsstjóri sendi n. eftir að hún hafði afgr. frv. á þskj. 416, var sérstaklega eitt atriði, sem n. fannst ástæða til að taka upp. Er það ákvæðið um að veita ráðuneytinu heimild til að veita undanþágu frá mati, þegar svo stendur á, að saltaðan fisk á að senda út í því skyni að afla nýs markaðs eða um er að ræða vöru, sem er frábrugðin venjulegum saltfiski, svo að líklegt sé, að matsmenn skorti þekkingu til að meta gæði hennar.

Þetta ákvæði tók n. upp í brtt. á þskj. 490, og í því sambandi fannst n. ástæða til að semja alveg upp 1. gr. l. nr. 46 frá 3. sept. 1931. Er þar tekin upp breyt. 1. gr. á þskj. 416. Að öðru leyti er gr. stytt og færð til betra máls. Sem sagt á þskj. 490 er 1. gr. eins og n. fannst rétt að hafa hana, en á þskj. 416 breyt. við 2. gr. l. 1931. Aðrar breyt. fannst n. eftir atvikum ekki .