15.11.1935
Neðri deild: 74. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1282 í B-deild Alþingistíðinda. (2049)

158. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Allshn. hefir orðið sammála um að mæla með, að þetta frv. nái fram að ganga, með þeirri einni breyt., að í staðinn fyrir, að það sé skylt að veita þá undanþágu, sem frv. ræðir um, skuli það vera heimilt. Er út frá því gengið, að þessi undanþága verði veitt í þeim tilfellum, þegar yfirfiskimatsmaður mælir með því og rétt þykir að veita hana, og þykir því fara betur á að hafa þetta heimild heldur en skyldu.