30.11.1935
Efri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (2094)

87. mál, eignarnámsheimild landa í Hafnarfirði

Þorsteinn Briem:

Ég vil aðeins beina því til hv. landbn., af því að ein umr. er eftir um þetta mál, að hún afli sér upplýsinga, áður en málið kemur til 3. umr., um það, hvort nokkur ágreiningur muni vera um þetta mál á milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og þeirra sveitamanna, sem þarna eiga hlut að máli. Ég vil sérstaklega benda á þetta í sambandi við ákvæði 4. gr. frv., þar sem ætlazt er til, að þegar land þetta er afhent til Hafnarfjarðarkaupstaðar, þá verði það lagt við lögsagnarumdæmi kaupstaðarins um leið. Mér virðist þetta geta snert nokkuð hagsmuni hlutaðeigandi sveitarfélaga. Ég vildi óska, að n. vildi taka þetta sérstaklega til athugunar fyrir næstu umr.