30.11.1935
Efri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (2095)

87. mál, eignarnámsheimild landa í Hafnarfirði

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Það er sjálfsagt, að landbn. verði við tilmælum hv. 10. landsk. En annars var í grg. frv., eins og það var lagt fyrir Nd., gerð grein fyrir þessu sérstaklega. Þó að Hafnarfjarðarkaupstaður gæti fengið þetta land á leigu án þess að það væri lagt við logsagnarumdæmi kaupstaðarins, þá mundu Hafnfirðingar ekki, með þeim skilmálum, fást til að fara að leggja peninga í að rækta land í öðrum hreppi eða byggja á því, og eiga það á hættu að verða útsvarsskyldir þar. Þess vegna er það talið óhjákvæmilegt að leggja landið undir lögsagnarumdæmi kaupstaðarins.