30.11.1935
Efri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (2096)

87. mál, eignarnámsheimild landa í Hafnarfirði

Þorsteinn Briem:

Ég skil vel, að það muni vera kappsmál fyrir íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar, að landsvæði þetta komist inn í lögsagnarumdæmi kaupstaðarins, m. a. til þess, eins og hv. frsm. benti á, að íbúar Hafnarfjarðarkaupstaðar þurfi ekki að óttast, að lögð verði á þá útsvör í öðrum hreppi vegna þeirrar atvinnu, sem þeir hefðu af þessum löndum, og þeirra mannvirkja, sem þeir hefðu þar. En þó að maður vilji líta með fullri sanngirni á nauðsyn Hafnfirðinga, þá skilst mér, að ef til vill þurfi barna til einhverra samninga að koma. Og það var það, sem ég óskaði, að hv. n. kynnti sér, hvort frá þeim samningum, sem gera þarf, sé fyllilega gengið.